NONNI GULL
UM OKKUR
Gullsmíðaverkstæði Bjarna og Þórarins hóf starfsemi sína árið 1954 og frá þeim degi var verkstæðið lengst af til á hverfisgötu 49 í Reykjavík. Jón Halldór Bjarnason/Nonni Gull, sonur Bjarna nam gullsmíði hjá föður sínum og starfaði hjá fyrirtækinu allt þar til hann flutti til Hafnar í Hornafirði í nóvember 1980 en þar stundaði hann sjómennsku ásamt því að reka þar gullsmíðaverkstæði og versla með úr og skartgripi.
Árið 2000 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og keypti starfsemi Bjarna og Þórarins sem hefur nú síðan haustið 2005 verið staðsett við Strandgötu 37 í Hafnarfirði.
ÞJÓNUSTA
Á verkstæðinu er gert við skartgripi og eins er framleiðslan hjá fyrirtækinu að stórum hluta silfurmunir eins og til dæmis Galdrarúnir og
Galdrastafir sem er þjóðleg og falleg hönnun ásamt þjóðbúningaskarti, trúlofunar og giftingahringjum. Einnig er um nýsmíði að ræða og er þar farið að óskum kaupenda ef einhverjar eru.
Að baki hverjum einstaka hlut liggur metnaður, reynsla og fagleg þekking gullsmíðameistarans sem síðan endurspeglast í fallegum og eigulegum skartgrip.
Nonni Gull rekur samhliða verkstæðinu verslun á sama stað sem sérhæfir sig í því að vera með skírnar og fermingargjafir í miklu úrvali.